Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. mars 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Southampton getur komist yfir Liverpool
Southampton hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm í ensku deildinni.
Southampton hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm í ensku deildinni.
Mynd: Getty Images
Það eru þrír leikir á dagskrá í ensku Úrvalsdeildinni í kvöld og verður hægt að sjá alla leiki kvöldsins á Stöð 2 Sport 2 og aukastöðvum.

Southampton er búið að tapa tveimur leikjum í röð og fær Crystal Palace í heimsókn. Southampton kemst í 5. sæti, einu stigi yfir Liverpool, með sigri meðan Palace siglir lygnan sjó um miðja deild.

Fallbaráttulið Aston Villa gerir lítið annað en að tapa þessa dagana og þarf sigur gegn West Bromwich Albion á Villa Park.

Þá er fallbaráttuslagur á Stöð 2 Sport 4 þar sem Hull City tekur á móti Sunderland, en bæði lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið.

Leikir kvöldsins:
19:45 Southampton - Crystal Palace (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Aston Villa - West Brom (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Hull - Sunderland (Stöð 2 Sport 4)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner