Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. mars 2015 21:39
Alexander Freyr Tamimi
England - Úrslit: Southampton upp fyrir Liverpool
Saido Mane skoraði eina mark Southampton í kvöld.
Saido Mane skoraði eina mark Southampton í kvöld.
Mynd: Getty Images
Southampton stökk upp fyrir Liverpool og í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með naumum 1-0 sigri gegn Crystal Palace í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Sadio Mane, en það kom á 83. mínútu og dugði til að tryggja lærisveinum Ronald Koeman stigin þrjú.

Aston Villa vann dramatískan 2-1 sigur gegn West Bromwich Albion á Villa Park eftir langa taphrinu. Gabriel Agbonlahor kom heimamönnum yfir eftir rúmlega 20 mínútur, en um miðbik síðari hálfleiks jafnaði Saido Berahino metin fyrir West Brom.

Allt stefndi í 1-1 jafntefli þar til Aston Villa fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Christian Benteke steig á punktinn og skoraði sigurmark heimamanna. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Tim Sherwood og skaust Aston Villa upp úr fallsæti.

Þá gerðu Hull City og Sunderland, sem bæði eru rétt fyrir ofan fallsæti, 1-1 jafntefli. Dame N'Doye kom Hull í 1-0 eftir stundarfjórðung en Jack Rodwell tryggði Sunderland stig.

Aston Villa 2 - 1 West Brom
1-0 Gabriel Agbonlahor ('22 )
1-1 Saido Berahino ('67 )
2-1 Christian Benteke ('90, víti)


Hull City 1 - 1 Sunderland
1-0 Dame N'Doye ('15 )
1-1 Jack Rodwell ('77 )


Southampton 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Sadio Mane ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner