Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. mars 2015 17:00
Elvar Geir Magnússon
Guardiola útilokar að yfirgefa Bayern í sumar
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Bayern München, hefur útilokað að hann muni yfirgefa Þýskalandsmeistarana í sumar. Enskir fjölmiðlar hafa talað um að hann sé efstur á óskalista Manchester City ef Englandsmeistararnir skipta Manuel Pellegrini út eftir tímabilið.

Guardiola segir að sama hvað gerist þá muni hann vera áfram hjá Bayern næsta tímabil.

„Ég er mjög ánægður hjá Bayern. Þú getur útilokað það að ég fari annað í sumar. Ég er með samning, hef ekki fengið nein önnur tilboð og býst ekki við þeim," segir Guardiola.

„Ég gæti verið áfram hjá Bayern næstu fjögur, fimm eða sex ár. Það fer bara eftir vilja félagsins og stöðu minni. En nú er það ekki það sem er mikilvægast."

Sjálfur segist Pellegrini ekki finna fyrir neinni pressu.

„Ég finn ekki fyrir því að pressan á mér sé að vinna titil á hverju ári. Ég lifi alltaf í núinu... ekki í framtíðinni," segir Pellegrini.
Athugasemdir
banner
banner
banner