Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. mars 2015 22:12
Alexander Freyr Tamimi
Koeman: Vorum heppnari en undanfarnar vikur
Ronald Koeman var sáttur með sigurinn.
Ronald Koeman var sáttur með sigurinn.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Southampton, var að vonum ánægður með 1-0 sigur sinna manna gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum skaust Southampton upp fyrir Liverpool og í 5. sæti deildarinnar, en Koeman segir að stigin þrjú í kvöld hafi mikla þýðingu fyrir framhaldið.

,,Okkur skorti að einhverju leyti sjálfstraust gegn vel skipulögðu liði Palace. Það var erfitt að skapa færi og skora," sagði Koeman.

,,Þetta var ekki okkar besti leikur á tímabilinu, við vorum heppnari en við höfum verið undanfarnar vikur en áttum þetta skilið."

,,Þessi stig gera aðstæður okkar aðeins þægilegri. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna í dag, nú höfum við 10 daga fram að leiknum gegn Chelsea og við erum í mun bærilegri stöðu núna."


Athugasemdir
banner
banner