Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. mars 2015 07:30
Magnús Már Einarsson
Luka Kostic með námskeið í færanýtingu
Luka Kostic.
Luka Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luka Kostic er í forsvari fyrir nýtt fyrirtæki Ask - Luka ehf sem býður upp knattspyrnuþjálfun í einstaklingsatriðum bæði fyrir stelpur og stráka.

Fyrstu námskeiðum er nú að ljúka með frábærri þátttöku, en námskeiðið fylltist á 3 dögum og þurfti að bæta við öðrum hóp til að anna eftirspurn.

Næsta námskeið sem heitir "Klára færin" hefst 6.mars en það er að sögn Luka, skemmtilegasta námskeiðið í prógramminu þeirra. Því allir knattspyrnumenn vilja kynna sér leiðir, galdra og töfra þess að skora mark.

,,Til að upplifa þetta magnaða augnablik við að skora mark á vellinum sem oftast, þá er leiðin að skrá sig á námskeið og við hjá Ask Luka munum hjálpa ykkur að verða skilvirkari fyrir framan markið," segir Luka.

Á námskeiðinu er takmarkaður fjöldi þátttakenda, til að hver og einn þátttakandi fái fullan focus og leiðbeiningar/kennslu er snúa að tækni viðkomandi. Allar nánari upplýsingar og skráning er á síðuni www.askluka.is.
Athugasemdir
banner
banner