Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. mars 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Mile Jedinak í fjögurra leikja bann
Jedinak reynir að ná boltanum af Gylfa.
Jedinak reynir að ná boltanum af Gylfa.
Mynd: Getty Images
Mile Jedinak, miðjmaður Crystal Palace, er á leið í fjögurra leikja bann.

Jedinak gaf Diafra Sakho olnbogaskot í 3-1 sigri Crystal Palace á West Ham um helgina.

Dómarar leiksins sáu ekki atvikið en enska knattspyrnusambandið skoðaði myndbands upptökur og ákvað að ákæra Jediank.

Ástralinn á samkvæmt reglum að fara í þriggja leikja bann en þar sem hann fékk einnig rauða spjaldið gegn Sunderland fyrr á tímabilinu bætist einn leikur við bannið.

Jedinak mun byrja bannið í kvöld þegar Crystal Palace heimsækir Southampton.
Athugasemdir
banner