Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. mars 2015 19:00
Alexander Freyr Tamimi
Pellegrini: Ég þarf ekki bikar
Pellegrini óttast ekki að vera rekinn.
Pellegrini óttast ekki að vera rekinn.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir að hann þurfi alls ekki að vinna titla til að halda starfi sínu.

Framtíð Sílemannsins hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, nú þegar nokkuð líklegt þykir að Englandsmeistararnir endi tímabilið án titils. Pellegrini óttast þó ekki að vera rekinn.

,,Það hefur aldrei verið pressa á mér varðandi fjölda titla. Eina pressan sem ég upplifa er þegar ég sé liðið spila öðruvísi en ég vil að það spili," sagði Pellegrini við fjölmiðla.

,,Ég endurtek, þegar ég skrifaði undir samninginn minn var mér ekki sagt að ég yrði að vinna einn titil á hverju ári eða fimm titla á fimm árum. Titillinn er mikilvægur en ekki eini mikilvægi hluturinn."
Athugasemdir
banner
banner