Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. mars 2015 11:22
Elvar Geir Magnússon
Pellegrini þarf að landa titli til að bjarga starfinu
Manuel Pellegrini, stjóri City.
Manuel Pellegrini, stjóri City.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini mun missa starf sitt sem knattspyrnustjóri Manchester City takist honum hvorki að landa gulli í Meistaradeildinni né ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir hið virta blað Guardian.

Pressan eykst á Pellegrini en liðið er fimm stigum á eftir Chelsea í titilbaráttunni á Englandi og á barmi þess að falla úr Meistaradeildinni. Stjórn City telur hann hafa gert taktísk mistök í 2-1 tapleiknum gegn Barcelona.

Pellegrini skilaði enska titlinum og deildabikarnum í hús á síðasta tímabili en eftir þetta tímabil á hann aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum og engar viðræður eru á döfinni um nýjan samning.

Pep Guardiola er sagður efstur á óskalista City en einnig ku vera horft til Carlo Ancelotti og Rafael Benítez.
Athugasemdir
banner