Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 03. mars 2015 22:31
Alexander Freyr Tamimi
Podolski næst mesta floppið á Ítalíu
Podolski hefur ekki fundið sig á Ítalíu.
Podolski hefur ekki fundið sig á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Ítalska íþróttablaðið Gazzetta dello Sport gerði skoðanakönnun um það hvaða leikmaður væri sá versti sem lið þar í landi fengu í sínar raðir á tímabilinu.

Lukas Podolski, sem er á láni hjá Inter frá Arsenal, er þar ansi ofarlega á lista. Þýski landsliðsmaðurinn kom til Inter í janúar og hefur engan veginn fundið sig á Ítalíu.

Mesta floppið þótti vera Alessio Cerci, sem fékk 46 prósent atkvæða. Hann er á láni hjá AC Milan frá Atletico Madrid og hefur engan veginn staðist væntingar.

Þar á eftir kemur Podolski með 36 prósent atkvæða. Inter hefur möguleika á að kaupa hann frá Arsenal í sumar en það verður að teljast óvænt ef félagið nýtir sér þann rétt.
Athugasemdir
banner
banner
banner