Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. mars 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Sherwood: Ég myndi aldrei leyfa Villa að vera í fallbaráttu
Tim Sherwood tapaði gegn John Carver og félögum í Newcastle.
Tim Sherwood tapaði gegn John Carver og félögum í Newcastle.
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood tók við Aston Villa um miðjan febrúar og hefur síðan þá tapað fyrir Stoke og Newcastle í ensku deildinni en stýrði Villa til sigurs gegn Leicester í bikarnum.

Framundan eru tveir leikir gegn nágrönnunum og erkifjendunum í West Bromwich Albion, annar í deild og hinn í 8-liða úrslitum bikarsins.

,,Það er ennþá nóg af stigum í boði til að komast úr vandræðum," sagði Sherwood á fréttamannafundi.

,,Ég er einbeittur að leiknum gegn West Brom, með sigri þar komumst við úr fallsæti og munum ekki líta til baka."

Sherwood lét stór orð falla á fundinum þar sem hann hét því að undir sinni stjórn myndi félagið ekki þurfa að hugsa um fallbaráttu.

,,Ef við höldum okkur uppi í ár þá munum við aldrei lenda í þessum aðstæðum aftur. Með því að halda okkur uppi fæ ég tækifæri til að byggja eitthvað og ég myndi aldrei leyfa félaginu að vera í fallbaráttu. Ég vona bara að ég hafi nægan tíma hér til að bjarga núverandi ástandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner