Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. mars 2015 09:50
Magnús Már Einarsson
Sunderland setur Johnson í bann
Adam Johnson.
Adam Johnson.
Mynd: Getty Images
Sunderland hefur sett Adam Johnson í tímabundið bann á meðan lögregla rannsakar hvort að leikmaðurinn hafi gerst sekur um að sofa hjá 15 ára stúlku.

Johnson var handtekinn í gær vegna málsins en honum var síðar sleppt gegn tryggingu.

Lögreglan rannsakaði hús Johnson í gærmorgun en hann á hús sem er metið á 1,8 milljón punda.

Í húsinu fannst meðal annars hlaðin byssa sem lögregla gerði upptæka.

Adam Johnson leikur fyrir Sunderland en hann er fyrrum leikmaður Middlesbrough og Manchester City. Hann á 12 leiki að baki fyrir enska landsliðið.

Athugasemdir
banner
banner