Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 03. mars 2015 16:48
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður segir Liverpool hafa áhuga á Vietto
Vietto hefur verið frábær með Villarreal.
Vietto hefur verið frábær með Villarreal.
Mynd: Getty Images
Stórlið í Evrópu fylgjast vel með Luciano Vietto en þessi 21 árs argentínski sóknarmaður hefur skorað 16 mörk í 31 leik fyrir Villarreal á Spáni.

Liverpool er sagt hafa áhuga á Vietto en Rickie Lambert og Mario Balotelli hafa ekki staðið undir væntingum hjá Rauða hernum.

Jorge Cysterpiller, umboðsmaður Vietto, segir að leikmaðurinn gæti skipt um félag í sumar.

„Það eru mörg stór félög að fylgjast með Luciano Vietto. Það er mikil samkeppni um hann. Hann gæti farið til Liverpool, við vitum af miklum áhuga þaðan, og svo hefur Real Madrid og tvö þýsk úrvalsdeildarfélög líka sýnt áhuga. Hann gæti yfirgefið Villarreal í sumar," segir Cysterpiller.

Spænska blaðið AS segir að Vietto sé með klásúlu í samningi sínum sem geri að verkum að hægt sé að losa hann fyrir 10 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner