Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   mið 03. apríl 2013 14:24
Magnús Már Einarsson
Alen Sutej í Grindavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar hafa gert eins árs samning við slóvenska varnarmanninn Alen Sutej.

Sutej hefur æft með Grindvíkingum að undanförnu en hann fór með liðinu í æfingaferð til Spánar.

Sutej lék með Keflavík 2009 og 2010 áður en hann gekk til liðs við FH.

Þar var Sutej að glíma við erfið meiðsli en hann náði ekki að spila neinn mótsleik áður en hann yfirgaf herbúðir Fimleikafélagsins í fyrra.

Nú er ljóst að Sutej mun spila með Grindvíkingum í fyrstu deildinni í sumar en keppni þar hefst 9. maí.
Athugasemdir
banner
banner