Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 03. apríl 2014 23:38
Magnús Már Einarsson
Heimir Guðjóns um Ármann: Get ekki gefið allt upp
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég viðurkenni að ég æsti mig aðeins," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH við Fótbolta.net um hálfleiksræðu sína gegn Fjölni í kvöld.

FH var 2-0 undir í leikhléi en snéri taflinu sér í hag í síðari hálfleik og landaði 3-2 sigri.

,,Þetta var hörkuleikur. Fjölnismenn voru mjög öflugir og grimmir og létu okkur virkilega hafa fyrir hlutunum. Þeir voru sterkir varnarlega og með öflugar skyndisóknir. Þessi frammi var að valda okkur vandræðum, ég held að hann hafi hlaupið 20 kílómetra í leiknum."

FH-ingar eru í leit að liðsstyrk þessa dagana en þeir vilja styrkja varnarleikinn.

,,Við viljum vanda til verksins og fá leikmenn sem geta fallið í skipulagið okkar. Sú leit stendur yfir og ég vona að það gangi fljótlega. Við þurfum að leysa varnarstöðurnar. Við urðum fyrir mikilli blóðtöku á móti HK þegar Sam Tillen meiddist. Hann er að mínu mati besti vinstri bakvörðurinn í íslensku deildinni."

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net reyndi FH að fá Ármann Smára Björnsson varnarmann ÍA í sínar raðir án árangurs en Heimir vill ekki tjá sig um það.

,,Ég get ekki gefið allt upp, því miður. Það er ekki já eða nei," sagði Heimir aðspurður hvort þetta sé rétt.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner