Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 03. maí 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Auðun Helga: Enginn farið grenjandi heim
Auðun í leik með Sindra í fyrra.
Auðun í leik með Sindra í fyrra.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
„Spáin kemur ekki á óvart. Við misstum níu leikmenn frá því í fyrra en höfum bætt við okkur átta. Þetta er augljóslega ekki ákjósanleg staða. Við höfum þó æft vel í allan vetur og spilað marga leiki sem vegur upp á móti miklum breytingum," segir Auðun Helgason þjálfari Sindra en liðinu er spáð 7. sæti í 2. deildinni í sumar.

Markið er sætt hærra en spáin segir til um en Sindri endaði í fimmta sæti í 2. deildinni í fyrra. „Markmið okkar er að gera betur en í fyrra. Við ætlum okkur að nálgast toppbaráttuna í sumar með meiri stöðugleika en áður."

Stór áfangi að fara í úrslit Lengjubikars
Auðun tók við þjálfun Sindra í vetur eftir að hafa spilað með liðinu í fyrra sumar. Auðun hefur ákveðið að leggja skóna algjörlega á hilluna en hefur látið sína menn taka vel á því í vetur.

„Undirbúningstímabilið hefur gengið nokkuð vel fyrir sig fyrir utan nokkur meiðsli í síðustu tveimur leikjum. Við fórum í úrslit í Lengjubikarnum sem var stór áfangi fyrir félagið. Við töpuðum þó leiknum en ég var ánægður með viðhorf leikmanna."

„Heilt yfir er ég mjög ánægður með framlag leikmanna en þeir hafa æft markvisst frá því 3. nóvember síðastliðinn. Við höfum æft þungar lyftingar í allan vetur án þess að nokkur leikmaður hafi farið grenjandi heim. Hugarfarið er því gott og hópurinn mun njóta góðs af erfiðinu í haust."


Erlendu leikmennirnir fá frídaga
Sindri hefur fengið fjóra nýja erlenda leikmenn í vetur til að fylla skörð þeirra sem fóru frá síðasta tímabili. Alejandro Miguel Vera Carrillo og Amadou Koulibaly Conde komu frá Spáni en þeir Alexander Petersen og Nick Vindstrup Svendsen komu frá Danmörku.

„Danirnir tveir komu til okkar í byrjun mars sl. og þeir eru alltaf að komast betur og betur inn í hlutina. Spánverjarnir tveir eru nýkomnir og það mun taka tíma fyrir þá að aðlagast nýju umhverfi, leikkerfi og aðstæðum. Ég vonast þó til að allir fjórir eigi töluvert inni. Ef þeir bæta sig um 10-15% þá fá þeir frídaga inn á milli eins og hinir leikmennirnir," segir Auðun og bætir við að fleiri leikmenn séu ekki á leiðinni.

„Ég á ekki von á því að sækja fleiri leikmenn fyrir mót. Ef leikmenn með metnað og getu vilja koma til okkar þá mun ég skoða það."

Betri deild en í fyrra
Auðun telur að deildin sér sterkari í ár heldur en í fyrra. „ Ég á von á því að deildin verði betri og jafnari en í fyrra. Afturelding, Njarðvík og Ægir eru betri en í fyrra. Ég á von á ÍR-ingum sterkum og svo grunar mig að KV og Tindastóll sem féllu úr 1. deild í fyrra verði í efri hlutanum. Ekki má gleyma Leikni F sem hafa mjög öflugt lið. Þeir munu fljúga hátt í byrjun móts. Samkeppnin verður því mjög áhugaverð," sagði Auðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner