banner
   sun 03. maí 2015 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild: 7. sæti
Tryggvi Sveinn Bjarnason varnarmaður Fram.
Tryggvi Sveinn Bjarnason varnarmaður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Orri Gunnarsson miðjumaður Fram.
Orri Gunnarsson miðjumaður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Einar Bjarni Ómarsson.
Einar Bjarni Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ingiberg Ólafur Jónsson varnarmaður Fram.
Ingiberg Ólafur Jónsson varnarmaður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Fram 138 stig
8. Selfoss 106 stig
9. Haukar 82 stig
10. Fjarðabyggð 78 stig
11. BÍ/Bolungarvík 45 stig
12. Grótta 41 stig

7. Fram
Lokastaða í fyrra: 11. sæti í Pepsi-deild

Fram var mikið í umræðunni eftir fall úr Pepsi-deildinni síðastliðið sumar. Varla leið sá dagur án þess að einhver leikmaður færi frá borði og Framarar sátu eftir með ansi lítinn leikmannahóp. Heimamaðurinn Kristinn Rúnar Jónsson fékk það verkefni að rétta skútuna við og búa til lið fyrir sumarið. Gengi Fram hefur ekki verið gott í vetur en liðinu er spáð 7. sætinu í 1. deildinni í sumar.

Þjálfarinn: Kristinn Rúnar Jónsson tók við þjálfun Fram af Bjarna Guðjónssyni eftir síðasta tímabil. Kristinn þekkir vel til hjá Fram en hann spilaði með liðinu í áraraðir og þjálfaði síðan frá 2001 til 2003. Kristinn hefur einnig þjálfað ÍBV og U19 ára landslið Íslands. Magnús Már Lúðvíksson er spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fram.

Styrkleikar: Framarar eru lausir af Laugardalsvelli og komnir með sinn eigin heimavöll í Úlfarsárdal þar sem þeir æft á degi hverjum og eru á sínu eigin svæði. Magnús Már Lúðvíksson og Tryggvi Sveinn Bjarnason eru mjög reyndir varnarjaxlar og þeir gætu náð að binda saman fína vörn. Pressa og væntingarnar hjá Fram hafa ekki verið minni í áraraðir og liðið ætti að geta nýtt það í uppbyggingarstarfi næstu árin.

Veikleikar: Framarar eru með alveg nýjan hóp og það gæti tekið tíma að rétta félagið af eftir fallið í fyrra. Fram skoraði einungis fjögur mörk í Lengjubikarnum og ný sóknarlína liðsins þarf að hrökkva í gang í sumar. Gengi Fram hefur ekki verið gott á undirbúningstímabilinu og spurnig er hvort að búið sé að finna bestu blönduna fyrir sumarið eða ekki.

Lykilmenn: Eyþór Helgi Birgisson, Magnús Már Lúðvíksson, Tryggvi Sveinn Bjarnason.

Gaman að fylgjast með: Rúrik Andri Þorfinsson er mættur aftur í Fram eftir tveggja ára hlé í fótboltanum. Þessi 23 ára gamli leikmaður býr yfir miklum hraða og gæti valdið usla í vörnum andstæðinganna í sumar.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Alexander Aron Davorsson frá Fjarðabyggð
Bjarki Pétursson frá Vængjum Júpíters
Brynjar Benediktsson frá Haukum
Eyþór Helgi Birgisson frá Víkingi Ó.
Magnús Már Lúðvíksson frá Val
Ómar Friðriksson á láni frá Víkingi
Rúrik Andri Þorfinnsson frá Augnabliki
Sigmar Ingi Sigurðarson frá Haukum
Stefán Birgir Jóhannesson frá Njarðvík

Farnir:
Arnþór Ari Atlason í Breiðablik
Aron Þórður Albertsson í HK
Ásgeir Marteinsson í ÍA
Benedikt Októ Bjarnason í ÍBV
Denis Cardaklija í Víking
Guðmundur Magnússon í HK
Guðmundur Steinn Hafsteinsson til Notodden
Hafsteinn Briem í ÍBV
Haukur Baldvinsson í Víking
Hörður Fannar Björgvinsson í KR
Jóhannes Karl Guðjónsson í Fylki
Ósvald Jarl Traustason í Breiðablik
Viktor Bjarki Arnarsson í Víking

Fyrstu leikir Fram
9. maí KA - Fram
16. maí Þór - Fram
23. maí Fram - Fjarðabyggð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner