sun 03. maí 2015 11:31
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið Chelsea og Crystal Palace: Drogba fremstur
Mynd: Getty Images
Chelsea fær Crystal Palace í heimsókn í Lundúnarslag í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea er svo gott sem búið að vinna deildina en aðeins Arsenal á tölfræðilegan möguleika á að ná Jose Mourinho og félögum.

Crystal Palace siglir hins vegar lygnan sjó í 12.sæti deildarinnar en liðsmenn Alan Pardew hafa aðeins slakað á í síðustu leikjum eftir ótrúlega sigurgöngu en liðið er nú búið að spila tvo leiki í röð án þess að skora mark.

Byrjunarlið Chelsea:Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry (c), Azpilicueta; Ramires, Matic; Willian, Fabregas, Hazard; Drogba.

Byrjunarlið Crystal Palace:Speroni; Mariappa, Dann, Delaney (C), Ward; Ledley, McArthur; Puncheon, Mutch, Zaha; Bolasie.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner