Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 03. maí 2015 18:17
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Keflavíkur og Víkings: Denis í markinu
Lárus Ingi Magnússon skrifar frá Keflavík:
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveir seinni leikir dagsins í 1. umferð Pepsi-deildarinnar hefjast klukkan 19:15. Keflavík mætir Víkingi suður með sjó en nýliðar Leiknis leika sinn fyrsta leik í efstu deild þegar þeir heimsækja Val á Vodafone-Hlíðarenda.

Beinar textalýsingar:
19:15 Keflavík - Víkingur
19:15 Valur - Leiknir

Denis Cardaklija er í marki Víkings en danski markvörðurinn Thomas Nielsen sem kom í vetur er á meiðslalistanum og er ekki í hóp. Davíð Örn Atlason er í hægri bakverðinum, Igor Taskovic og Dofri Snorrason eru á miðjunni.

Reynsluboltarnir Guðjón Árni Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson komu aftur í Keflavík í vetur. Guðjón er í byrjunarliðinu en Hólmar er meiddur og spilar ekki.

Byrjunarlið Keflavíkur:
1. Richard Arends (m)
2. Samuel Jimenez Hernandez
4. Haraldur Freyr Guðmundsson
5. Insa Bohigues Fransisco
9. Sigurbergur Elísson
10. Hörður Sveinsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
20. Guðjón Árni Antoníusson
22. Indriði Áki Þorláksson
23. Sindri Snær Magnússon
25. Frans Elvarsson

Byrjunarlið Víkings:
12. Denis Cardaklija (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Haukur Baldvinsson
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason
16. Milos Zivkovic
20. Pape Mamadou Faye
22. Alan Alexander Lowing
27. Davíð Örn Atlason

Beinar textalýsingar:
19:15 Keflavík - Víkingur
19:15 Valur - Leiknir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner