Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. maí 2015 14:22
Arnar Geir Halldórsson
Chelsea er Englandsmeistari 2015 (Staðfest)
1-0
1-0
Mynd: Getty Images
Chelsea 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Eden Hazard ('45 )
1-0 Eden Hazard ('45 , Misnotað víti)

Chelsea tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í dag með sigri á Crystal Palace á heimavelli. Chelsea hefur haft mikla yfirburði á tímabilinu og eru nú orðnir meistarar þegar þrem umferðum er ólokið.

Jose Mourinho þurfti að gera breytingu á byrjunarliði sínu þar sem Ramires meiddist í upphitun. Juan Cuadrado tók stöðu hans í byrjunarliðinu.

Heimamenn buðu ekki upp á neina flugeldasýningu í dag en voru þó ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

Besti leikmaður deildarinnar, Eden Hazard, fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Hazard fór sjálfur á vítapunktinn og tók vægast sagt lélega spyrnu sem Julian Speroni varði. Hazard náði hinsvegar frákastinu og skoraði með skalla.

Mourinho setti John Obi Mikel inná í hálfleik fyrir Cuadrado og gaf það vísbendingu um það sem koma skyldi í seinni hálfleik.

Chelsea stjórnaði leiknum án þess að sækja af miklum krafti og sigldu stigunum þrem nokkuð þægilega í höfn,

Þetta er fimmti Englandsmeistaratitill Chelsea og sá fyrsti frá árinu 2010.
Athugasemdir
banner
banner