Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. maí 2015 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Tryggir Chelsea titilinn?
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fara fram í enska boltanum í dag en Chelsea getur með sigri á Crystal Palace fagnað Englandsmeistaratitlinum.

Chelsea hefur verið með mikla yfirburði í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið getur með sigri á Crystal Palace í hádeginu klárað dæmið.

Liðið er með þrettán stiga forskot á Arsenal sem á leik inni en liðið mætir Hull City á morgun.

Tottenham Hotspur og Manchester City eigast þá við í Meistaradeildarbaráttu en Tottenham þarf á öllum stigunum að halda ef liðið ætlar að eiga möguleika á að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Leikir dagsins:
12:30 Chelsea - Crystal Palace Beint á Stöð 2 Sport 2
15:00 Tottenham - Manchester City Beint á Stöð 2 Sport 2
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner