Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. maí 2015 15:06
Arnar Geir Halldórsson
John Terry sendi Rio Ferdinand samúðarkveðjur
Mynd: Getty Images
John Terry, fyrirliði meistaraliðs Chelsea, gaf sér tíma frá fagnaðarlátunum í dag og sendi Rio Ferdinand samúðarkveðjur fyrir hönd félagsins.

Ferdinand missti eiginkonu sína á föstudag en hún lést eftir stutta baráttu við krabbamein.

Það hefur andað köldu á milli Terry og Ferdinand frá því að Terry var dæmdur í leikbann fyrir kynþáttafordóma í garð Anton Ferdinand, bróðir Rio.

Terry og Ferdinand léku lengi saman fyrir enska landsliðið þar sem þeir mynduðu öflugt miðvarðapar.

„Fyrir hönd mína og allra hjá Chelsea sendi ég samúðarkveðjur til Rio Ferdinand og fjölskyldu hans", sagði Terry.


Athugasemdir
banner
banner