Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. maí 2015 10:45
Elvar Geir Magnússon
Moyes tekur við West Ham
Powerade
De Gea er fastakúnni slúðurpakkans.
De Gea er fastakúnni slúðurpakkans.
Mynd: Getty Images
Næsti stjóri West Ham?
Næsti stjóri West Ham?
Mynd: Getty Images
Svo er aftur kominn sunnudagur með öllu því sem ég nenni ekki að pæla í. Hér er helsta slúðrið úr ensku pressunni en BBC tók saman.

Manchester United hefur tilkynnt Real Madrid að það kosti 45 milljónir punda að kaupa David de Gea (24) en mögulegt sé að landa samningi þar sem Gareth Bale (25) fer hina leiðina. (Sunday Express)

Manchester City og Chelsea hafa fengið þær upplýsingar að það verði að setja nýtt breskt kaupmet og rífa launaþakið ef félögin vilja tryggja sér þjónustu miðjumannsins Paul Pogba (22) hjá Juventus. Paris St-Germain ætlar að bjóða 60 milljónir punda í franska landsliðsmanninn. (Sunday Mirror)

David Moyes, stjóri Real Sociedad, verður að öllum líkindum næsti stjóri West Ham en samningur Sam Allardyce rennur út í sumar. Moyes er fyrrum stjóri Everton og Manchester United. (Sunday Mirror)

Newcastle United reynir að tryggja sér þjónustu miðjumannsins Florian Thauvin (22) hjá Marseille en hann er metinn á 15 milljónir punda. (Mail on Sunday)

Inter er tilbúið að borga 46,2 milljónir punda á fjórum árum til að fá Fílabeinsstrendinginn Yaya Toure (31) frá Manchester City. (Daily Star Sunday)

Markahrókurinn Charlie Austin (25) og skoski vængmaðurinn Matt Phillips (24) verða meðal leikmanna sem munu yfirgefa QPR ef liðið fellur úr úrvalsdeildinni. (Daily Star Sunday)

Arsenal telur að markvörðurinn Petr Cech (32) hjá Chelsea muni ganga í þeirra raðir í sumar. Tékkinn vill ekki lengur vera varamaður fyrir Thibaut Courtois (22). (Mail on Sunday)

Manchester City er tilbúið að berjast við granna sína í Manchester United um úrúgvæska sóknarmanninn Edinson Cavani (28) hjá Paris St-Germain. Hann er metinn á 50 milljónir punda. (Sun)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, vill fá Steve McClaren, stjóra Derby, til að taka samstundis við sem knattspyrnustjóri á St James' Park. (Sunday Mirror)

Manchester City íhugar að borga 6 milljónir punda fyrir Ganverjann Abdul Rahman Baba (20) sem spilar sem vinstri bakvörður fyrir Augsburg í Þýskalandi. (Sun)

Liverpool segir að framherjinn Raheem Sterling (20) verði ekki seldur í sumar. Manchester City vill fá leikmanninn. (Manchester Evening News)

Jack Wilshere (23), miðjumaður Arsenal, er tilbúinn að snúa aftur eftir meiðsli áður en tímabilinu lýkur. (Observer)

Andy Woodman, markmannsþjálfari Newcastle United, var neyddur til að ræða við stuðningsmenn fyrir utan leikvanginn og útskýra hörmulega frammistöðu liðsins. (Newcastle Chronicle)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, óskar Chelsea til hamingju með Englandsmeistaratitilinn en varar Jose Mourinho við því að það verði ekki auðvelt að verja titilinn næsta tímabil. (Observer)

Mike Stone, læknir Birmingham, bauð öllu liðinu í glas eftir sigurinn gegn Bolton þar sem hann mætti of seint í leikinn og þurfti að greiða sekt. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner