Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. maí 2015 21:08
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin: Víkingur vann - Leiknir slátraði Val
Sindri Björnsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild.
Sindri Björnsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net
Nýliðar Leiknis gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-0 útisigur gegn Val í sínum fyrsta leik í sögu félagsins í Pepsi-deildinni. Kolbeinn Kárason kom Leikni yfir gegn sínu uppeldisfélagi.

Sindri Björnsson og Hilmar Árni bættu við mörkum og ótrúleg byrjun hjá Breiðhyltingum í efstu deild.

Víkingar sóttu þrjú stig til Keflavíkur. Davíð Örn Atlason, fyrrum fréttaritari Fótbolta.net, braut ísinn þar með laglegu marki. Igor Taskovic kom Víkingi tveimur mörkum yfir áður en Hörður Sveinsson minnkaði muninn.

Aukaspyrnu-Ívar Örn Jónsson innsiglaði sigurinn beint úr aukaspyrnu í lokin.

Keflavík 1 - 3 Víkingur
0-1 Davíð Örn Atlason ('20)
0-2 Igor Taskovic ('32)
1-2 Hörður Sveinsson ('49)
1-3 Ívar Örn Jónsson ('84)

Smelltu hér til skoða textalýsingu

Valur 0 - 3 Leiknir
0-1 Kolbeinn Kárason ('8)
0-2 Sindri Björnsson ('13)
0-3 Hilmar Árni Halldórsson ('71)

Smelltu hér til skoða textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner