Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. maí 2015 11:55
Arnar Geir Halldórsson
Spánn: Evrópuvonir Espanyol að engu orðnar
Mynd: Getty Images
Espanyol 1 - 1 Rayo Vallecano
0-1 Emiliano Insua ('29 )
1-1 Hector Moreno ('80 )
Rautt spjald:Jose Canas, Espanyol ('90)

Espanyol fékk Rayo Vallecano í heimsókn í morgunleiknum í La Liga í dag.

Emiliano Insua, fyrrum leikmaður Liverpool, kom gestunum yfir eftir hálftíma leik og leit lengi vel út fyrir að það yrði eina mark leiksins.

Mexíkóski landsliðsmiðvörðurinn, Hector Moreno, kom þó heimamönnum til bjargar á 80.mínútu og jafnaði metin. Fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli staðreynd.

Espanyol þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á 6.sætinu sem gefur sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner