Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. maí 2015 12:55
Arnar Geir Halldórsson
Suarez: Vissi að mörkin myndu koma
Mynd: Getty Images
Úrugvæski markahrókurinn, Luis Suarez, segir að hann hafi ekki verið farinn að örvænta þrátt fyrir erfiða byrjun hjá Barcelona.

Suarez er heldur betur farinn að láta til sín taka í La Liga eftir að hafa farið hægt af stað en hann skoraði aðeins eitt mark í fyrstu tíu deildarleikjum sínum fyrir Barcelona eftir að hafa komið til liðsins frá Liverpool fyrir rúmar 70 milljónir punda.

Suarez skoraði þrennu í 8-0 sigri á Cordoba í gær og er nú kominn með 16 mörk í deildinni.

„Ég er ánægður með mörkin en sigurinn skiptir mestu máli þar sem við erum á toppnum. Það er erfitt að skora á heimavelli Cordoba og það var lykilatriði að vera þolinmóðir því við vissum að við myndum skora".

Hann byrjaði tímabilið í leikbanni eins og frægt er orðið og átti í erfiðleikum með að aðlagast leikstíl Barcelona liðsins fyrst um sinn.

„Það tók mig tíma að aðlagast hérna í fyrstu. En ég vissi að ég myndi fara að skora mörk á endanum. Með stuðningi fjölskyldu minna og vina og með því að leggja hart að mér eins og ég geri alltaf þá vissi ég að mörkin myndu koma", sagði Suarez.

Athugasemdir
banner
banner
banner