Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. maí 2015 13:00
Arnar Geir Halldórsson
Williamson biðst afsökunar - Var ekki viljandi
Williamson í ruglinu
Williamson í ruglinu
Mynd: Getty Images
Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, neitar að hafa viljandi fengið rautt spjald í leik liðsins gegn Leicester í gær.

Það gengur allt á afturfótunum hjá Newcastle þessa dagana og sakaði John Carver, stjóri liðsins, Williamson um að hafa reynt að láta senda sig af velli.

Williamson sá sig tilneyddan að gefa út yfirlýsingu í dag vegna ummæla Carver þar sem hann hafnar þessum ásökunum og biður stuðningsmenn félagsins afsökunar á rauða spjaldinu.

„Það var enginn ásetningur af minni hálfu. Hvorki að reyna að meiða Jamie (Vardy) eða láta reka mig útaf. Ég viðurkenni að ég hefði átt að tímasetja tæklinguna betur".

„Ég vil nota tækifærið og biðja stuðningsmenn Newcastle og liðsfélaga mína afsökunar á rauða spjaldinu".


Williamson mun fara í tveggja leikja bann og missir því af mikilvægum leikjum en Newcastle er komið í bullandi fallbaráttu eftir að hafa tapað átta leikjum í röð.

„Ég mun gera allt sem ég get til að hjálpa liðsfélögum mínum í undirbúningi fyrir næstu tvo leiki og mun gera allt hvað ég get til að vinna mér inn sæti í liðinu þegar ég kem til baka úr leikbanni".

„Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að spila fyrir Newcastle í fimm ár og ég lít á það sem forréttindi að fá að spila fyrir þetta félag. Ég myndi aldrei reyna að skaða liðið eða stuðningsmennina af áséttu ráði".
segir Williamson að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner