Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. maí 2016 07:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 4. sæti
Brynjar Orri Bjarnason.
Brynjar Orri Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KV er spáð 4. sæti deildarinnar.
KV er spáð 4. sæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ? 
2. ? 
3. ? 
4. KV 152 stig
5. Magni 150 stig
6. Vestri 133 stig
7. Höttur 116 stig
8. Völsungur 100 stig
9. Sindri 81 stig
10. Njarðvík 70 stig
11. Ægir 60 stig
12. KF 45 stig  

4. KV
Lokastaða í fyrra:
 4. sæti í 2. deild 

Þjálfarinn:  Hjörvar Ólafsson þjálfar KV annað árið í röð en markvörðurinn Atli Jónasson er honum til aðstoðar. Hjörvar hefur starfað við yngri flokka þjálfun hjá KR ásamt því að hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR.  Atli hefur um árabil verið leikmaður KV.

Styrkleikar:  Sóknarleikurinn er aðalsmerki KV en liðið er með fullt af hæfileikaríkum leikmönnum sem geta skorað mörk. KV hefur lítið misst úr hópnum frá því í fyrra og meiri samkeppni er um stöður í liðinu núna. KV hefur fengið nokkra öfluga nýja leikmenn í vetur auk þess sem nafnarnir Einar Bjarni Ómarsson og Einar Már Þórisson verða með liðinu allt tímabilið núna eftir að hafa einungis verið á láni síðari hlutann í fyrra.

Veikleikar: KV fékk talsvert meira á sig af mörkum en önnur lið í toppbaráttunni í 2. deildinni í fyrra. KV tapaði þónokkuð af stigum gegn liðum í neðri hlutanum í 2. deildinni í fyrra og liðið þarf meiri stöðugleika. Gengi KV á undirbúningstímabilinu var ekkert sérsakt en nýir menn hafa þó verið að bætast við hópinn að undanförnu og það breytir myndinni.

Lykilmenn: Brynjar Orri Bjarnason, Einar Bjarni Ómarsson, Viktor Örn Guðmundsson.

Komnir:
Alvaro Leon frá Spáni
Baldvin Benediktsson frá KR
Davíð Birgisson frá Þrótti Vogum
Hákon Atli Bryde frá KFG
Leifur Þorbjarnarson frá KR
Ólafur Frímann Kristjánsson frá KH
Stefán Hirst Friðriksson frá Kríu
Viðar Þór Sigurðsson frá Fjarðabyggð
Viktor Örn Guðmundsson frá Fjarðabyggð
Þorkell Helgason frá Þrótti

Farnir:
Árni Þór Jakobsson í ÍR
Ásgrímur Gunnarsson í Gróttu
Bjarki Már Benediktsson í Þrótt Vogum
Sigurður Andri Jóhannsson í Hamar

Fyrstu leikir KV:
6. maí KV – Afturelding
14. maí Grótta – KV
19. maí Ægir - KV
Athugasemdir
banner
banner
banner