Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. maí 2016 17:42
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Bayern og Atletico: Godin snýr aftur
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Diego Godin er í vörn Atletico.
Diego Godin er í vörn Atletico.
Mynd: Getty Images
Klukkan 18:45 hefst seinni viðureign Bayern München og Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en Atletico vann fyrri leikinn 1-0 á Spáni þar sem Saul Niguez skoraði.

Úrúgvæski miðvörðurinn Diego Godin var ekki með í fyrri leiknum en hann er kominn aftur í liðið hjá Atletico.

Thomas Müller var ekki í byrjunarliðinu Bayern í fyrri leiknum en byrjar í kvöld.

Stöð 2 Sport sýnir leikinn í opinni dagskrá.

Byrjunarlið Bayern München: Neuer, Ribéry, Martinez, Lewandowski, Costa, Alonso, Boateng, Lahm, Vidal, Müller, Alaba.

Byrjunarlið Atletico Madrid: Oblak; Juanfran, Godin, Gimenez, Filipe Luis, Gabi, Augusto, Koke, Saul, Griezmann, Torres.

Sjá einnig:
Meistaraspáin: Bjössi spáir vítaspyrnukeppni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner