Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 03. maí 2016 15:24
Magnús Már Einarsson
Huginn fær spænskan framherja (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Huginn hefur fengið spænska framherjann Jamie Guijarro í sínar raðir fyrir átökin í Inkasso-deildinni í sumar.

Hinn 29 ára gamli Jamie á nokkra leiki í næstefstu deild á Spáni með liði Elche.

Hann hefur einnig leikið með nokkrum liðum í spænsku C og D-deildinni undanfarin ár.

Hann bætist í hóp með Johnatan Lama og Ivan Eduardo Nobrega Silva sem hafa komið til Hugins að undanförnu.

Huginn sigraði 2. deildina í fyrra en liðinu er spáð tólfta og neðsta sæti í sumar af þjálfurum og fyrirliðum Inkasso-deildarinnar.

Fyrsti leikurinn hjá Huginn í Inkasso-deildinni er gegn Fjarðabyggð á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner