Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. maí 2016 20:23
Óðinn Svan Óðinsson
Infantino: Árangur Leicester er ævintýri
Infantino er ánægður með Leicester
Infantino er ánægður með Leicester
Mynd: Getty Images
Forseti Fifa, Ítalinn, Gianni Infantino telur að sigur Leicester í ensku úrvalsdeildinni sé ævintýri sem allur fótboltaheimurinn fagnar.

Lærisveinar Cladio Ranieri tryggðu sér eins og allir vita enska meistaratitilinn á mánudagskvöldið þegar keppinautum þeirra, Tottenham mistókst að vinna Chelsea.

Sigur Leicester í deildinni verður lengi í minnum hafður en veðbankar töldu líkurnar á sigri þeirra í deildinni einn á móti fimm þúsund.

Sigurinn þýðir að Leicester munu leika á meðal þeirra bestu í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og þykir ítalanum Infantino þeir fyllilega verðskulda að leika í deild þeirra bestu

„Þetta er ævintýri. Þetta gerir ekki aðeins aðdáendur Leiceter ánægða heldur fótboltaheiminn í heild sinni,” sagði Infantino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner