Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. maí 2016 12:50
Magnús Már Einarsson
Landsliðsþjálfari kvenna skorar á fyrirtæki landsins
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í Pepsi-deild kvenna.
Úr leik í Pepsi-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona, birti í dag pistil á Fótbolta.net sem hefur vakið mikla athygli en þar ræðir hún um umfjöllun um kvennafótbolta.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, fylgdi pistlinum eftir á Facebook síðu sinni í dag en þar skorar hann á fyrirtæki landsins að styrkja umfjöllun um kvennaknattspyrnu.

Pistill Freys á Facebook:
Mig langar að benda ykkur á pistil sem einn af reyndari landsliðsmönnum Íslands ritaði í dag. Þarna kemur fram upplifun afreksíþróttamanns á því hvernig horft er á íþrótt hennar, hvaða viðurkenningu hennar íþrótt fær innan samfélagsins.

Þessi íþróttamaður er ein fjölmargra kvenna sem ég hef þjálfað í knattspyrnu, það sem þessar stelpur leggja á sig til að skara fram úr og láta enda ná saman á sama tíma er aðdáunarvert. Það eru forréttindi fyrir mig að hafa fengið að þjálfa afreksíþróttamenn af báðum kynjum.

Þessar konur eru svo flottir íþróttamenn, persónuleikar og fyrirmyndir að ég sem faðir gæti ekki hugsað mér betri fyrirmyndir fyrir dætur mínar, frænkur já og frændur, bræður og samfélagið allt.

Ástæða þess að það sé lítið fjallað um knattspyrnu kvenna er ekki bara fjölmiðlum að kenna ef það má orða það þannig, margir af fjölmiðlunum vilja fjalla um kvenna knattspyrnu. Flestir fjölmiðla landsins eru einkareknir, flestir þeirra eiga í erfiðleikum með rekstur sinn. Það er því þeirra svar að þeir fjalli fyrst og síðast um það sem fær mest áhorf eða lesningu.

Ég spyr mig oft að því hvernig stendur á því að það sé svona erfitt fyrir fjölmiðla að kosta fréttaflutning og umfjöllun um knattspyrnu kvenna.

Hvernig má það vera að fyrirtækin í landinu sjá ekki hag sinn í því að efla knattspyrnu kvenna, búa til sterkar kvennfyrirmyndir, auka flóru landsins, styrkja stoðir samfélagsins.
Efnið er gott, leikmenn Íslands eru í fremstu röð, eru frábærir íþróttamenn, vel þjálfaðir með mikla hæfileika. Deildin er sterk, mörg góð lið og spennan verður sennilega aldrei meiri og í ár.

Það væri framfara skref fyrir íslensk samfélag ef að fjársterku fyrirtækin í landinu myndu skoða markmaðstækifærin sem fylgja því að standa á bak við kvennaknattspyrnu og veita þar með fjölmiðlum tækifæri á því að fjalla um íþróttina, búa til skemmtilega umgjörð, leyfa stjörnunum að skína svo að börn landsins eigi möguleika á að sjá fyrirmyndir af báðum kynjum!

Viltu hjálpa Fótbolta.net að auka umfjöllunina?
Fótbolti.net hefur verið í leit að styrktaraðila fyrir umfjöllun um Pepsi-deild kvenna í sumar. Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga, hikaðu þá ekki við að hafa samband við Hafliða Breiðfjörð: [email protected] eða S: 8949200
Athugasemdir
banner
banner
banner