Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. maí 2016 19:40
Óðinn Svan Óðinsson
Mido þarf að raka af sér hárið eftir sigur Leicester
Mido var skrautlegur leikmaður
Mido var skrautlegur leikmaður
Mynd: Getty Images
Hossam Mido fyrrverandi leikmaður Tottenham hafði ekki mikla trú á því að Leicester myndi vinna ensku úrvalsdeildina frekar en flestir sem fylgjast með enska boltanum.

Reyndar hafið Mido svo litla trú á því að lærisveinum Ranieri tækist að vinna deildina að hann var tilbúin að leggja sitt síða hár að veði.

Mido sem nú starfar sem sem sérfræðingur fyrir sjónvarpsstöðina beIN Sports lét hafa það eftir sér fyrr í vetur að hann myndi raka af sér hárið ef Leicester tækju deildina.

Mido hefur gefið það út að hann muni standa við loforðið og ætlar sér að ganga í verkið á allra næstu dögum. Kappinn birti svo skemmtilega mynd á Twitter um veðmálið.

Mido kom víða við á ferli sínum en hann lék meðal annars með Tottenham, West Ham og Roma. Hann lagði skóna á hilluna árið 2013, þá leikmaður Barnsley.
Athugasemdir
banner