Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. maí 2016 20:03
Óðinn Svan Óðinsson
Noregur: Álasund úr leik í bikarnum eftir vítaspyrnukeppni
Aron Elís og félagar eru úr leik í bikarnum
Aron Elís og félagar eru úr leik í bikarnum
Mynd: Álasund
Brattevaag 0 - 1 Álasund
1-0 Eirik Hoeivik (’93)
1-1 Mostafa Abdellaoue (‘116)

Aron Elís Þrándarson og Adam Örn Arnarson byrjuðu báðir á varamannabekknum þegar lið þeirra Álasund fór í heimsókn til Brattevaag í norska bikarnum í kvöld.

Álasund sem stilltu upp sterku liði tókst ekki að brjóta vörn Brattevaag á bak aftur og var staðan 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Brattevaag leikur í þriðju efstu deild í Noregi

Grípa þurfti til framlengingar og þar voru það heimamenn sem komust yfir með marki Eirik Hoeivik en fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Mostafa Abdellaoue leikinn og því þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar voru það heimamenn sem höfðu betur og náðu að slá út úrvalsdeildarliðið.

Aron Elís kom inná sem varamður á 85. mínútu leiksins en Adam Örn sat allan tíman á varmannabekknum. Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópi Álasunds.
Athugasemdir
banner
banner
banner