Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. maí 2016 16:05
Magnús Már Einarsson
Þorlákur Árna hættir hjá Brommapojkarna
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason hættir sem yfirmaður akademíu sænska félagsins Brommapojkarna þann 30. júní næstkomandi.

Þorlákur var ráðinn til Brommapojkarna í desember árið 2014. Hann hættir í lok júní en þá mun Andreas Engelmark taka við starfinu.

„Ég er með nokk­ur járn í eld­in­um er­lend­is en er ekki bú­inn að úti­loka að koma heim til Íslands í haust," sagði Þor­lák­ur við vef Morgunblaðsins í dag.

Þorlákur er reyndur þjálfari en hann þjálfaði kvennalið Stjörnunnar og U17 ára landsliðið áður en hann fór til Brommapojkarna.

Brommapojkarna er með eitt besta unglingastafið í Svíþjóð en Magni Fannbeg starfaði einnig hjá félaginu í nokkur ár á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner