Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. maí 2016 22:25
Óðinn Svan Óðinsson
Torres: Skiptir engu máli hverjum við mætum
Torres var flottur í kvöld
Torres var flottur í kvöld
Mynd: Getty Images
Fernando Torres átti flottan leik þegar Atletico Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik Meitaradeildar Evrópu í kvöld.

Torres fiskaði vítaspyrnu í leiknum sem hann klúðraði auk þess sem hann lagði upp markið sem Antoine Griezmann skoraði.

Vítaspyrnudómruinn var afar umdeildur og vildu menn meina að brotið hefði átt sér stað utan teigs og gat Torres tekið undir það.

„Þetta var fyrir utan teig. Þetta gerðist mjög hratt og stundum er erfitt fyrir dómarann að sjá hvar leikmaurinn fer niður. Ég sá endur´syningar sem sýna að brotið átti sér stað fyrir utan teig en það hafði ekki áhrif á úrslitin,” sagði Torres.

Atletico mætir annað hvort erkifjendunum í Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleiknum sem fram fer í Milano í lok mánaðarins en Torres er nákvæmlega sama hverjir verða mótherja þeirra í leiknum.

„Við eigum möguleika á því að skrifa í sögubækurnar, það skiptir engu máli hverjum við mætum. Við viljum vinna og við erum tilbúnir.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner