Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 03. maí 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zabaleta á leið til Ítalíu á næsta ári
Mynd: Getty Images
Federico Pastorello, umboðsmaður Pablo Zabaleta, segir argentínska hægri bakvörðinn vilja spila í ítölsku deildinni.

Inter hefur verið orðað við Zabaleta, sem leikur fyrir Manchester City, og var Pastorello spurður út í orðrómana.

„Pep Guardiola vill halda honum en hann er að verða 31 árs og vill prófa að spila í nýrri deild," sagði Pastorello við ítölsku útvarpsstöðina GR Parlamento.

„Við sjáum til hvort hann fari á þessu ári eða því næsta, en við gætum séð hann spila í ítalska boltanum von bráðar."

Pastorello er einnig umboðsmaður japanska vinstri bakvarðarins Yuto Nagatomo sem leikur fyrir Inter. Hann segir Nagatomo njóta sín það mikið hjá Inter að hann sé búinn að hafna talsvert hærri launatilboðum úr þýsku deildinni.

„Bæði Inter og Nagatomo vilja framlengja samninginn hans þrátt fyrir miklu betri tilboð úr þýsku deildinni. Þar eru félög tilbúin að borga honum 40-50 prósent hærri laun en hann er með núna.

„Bayer Leverkusen er búið að sýna sérstaklega mikinn áhuga en Nagatomo hefur alltaf sagst vilja vera áfram hjá Inter."

Athugasemdir
banner
banner