Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
   lau 03. júní 2017 16:29
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg um sæti í Pepsi: Úff, þessi spurning sko!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunni Borg þjálfari Selfyssinga var sáttur eftir 1-0 sigur sinna manna á HK í Inkasso deildinni í dag. Jafnræði var með liðunum en Alfi Conteh skoraði sigurmark Selfyssinga rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  0 HK

„Við stýrðum leiknum og sýndum töluvert meiri gæði. Þeir voru duglegir, áttu sína hálfsénsa og allt það. Við hefðum átt að klára þetta hérna í blálokin þegar við fáum fjóra á móti marki. Gott að sigla þessu heim."

„Mér fannst við bara vera solid allan tímann, bara góðir. Misstum boltann aðeins en í gegnum leikinn bara nokkuð góður og héldum okkar plani vel. Við vissum hvað þeir ætluðu að gera og lokuðum vel á það."

Aðspurður hvort Selfyssingar horfðu til þess að ætla sér upp í Pepsideildina á þessu tímabili hafði Gunnar þetta að segja:

„Úff, þessi spurning sko. Auðvitað langar okkur það en það er hinsvegar ekki fyrsta markmiðið okkar. Ef það gerist þá gerist það bara, við erum bara að reyna að vinna fótbolta leiki og spila góðan fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner