Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
   lau 03. júní 2017 16:29
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg um sæti í Pepsi: Úff, þessi spurning sko!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunni Borg þjálfari Selfyssinga var sáttur eftir 1-0 sigur sinna manna á HK í Inkasso deildinni í dag. Jafnræði var með liðunum en Alfi Conteh skoraði sigurmark Selfyssinga rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  0 HK

„Við stýrðum leiknum og sýndum töluvert meiri gæði. Þeir voru duglegir, áttu sína hálfsénsa og allt það. Við hefðum átt að klára þetta hérna í blálokin þegar við fáum fjóra á móti marki. Gott að sigla þessu heim."

„Mér fannst við bara vera solid allan tímann, bara góðir. Misstum boltann aðeins en í gegnum leikinn bara nokkuð góður og héldum okkar plani vel. Við vissum hvað þeir ætluðu að gera og lokuðum vel á það."

Aðspurður hvort Selfyssingar horfðu til þess að ætla sér upp í Pepsideildina á þessu tímabili hafði Gunnar þetta að segja:

„Úff, þessi spurning sko. Auðvitað langar okkur það en það er hinsvegar ekki fyrsta markmiðið okkar. Ef það gerist þá gerist það bara, við erum bara að reyna að vinna fótbolta leiki og spila góðan fótbolta."
Athugasemdir
banner