Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júlí 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Andorra menn ósáttir með Slaven Bilic
Slaven Bilic.
Slaven Bilic.
Mynd: Getty Images
West Ham sigraði FC Lusitans frá Andorra 3-0 í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Slaven Bilic, nýráðinn stjóri West Ham, stýrði liðinu ekki í gær en hann ákvað að horfa frekar á leikinn úr stúkunni.

Xavi Roura, þjálfari Lusitans, er allt annað en ánægður með Bilic eftir leikinn í gær.

„Ég er leiður yfir þessu. Ég hefði talið að við værum nógu mikilvægir til að hann myndi vera hér," sagði Roura.

„Hann er þjálfari West Ham svo ég hefði búist við að hann yrði á bekknum. Slaven Bilic 'Sá sérstaki' ætti að koma til Andorra ( í síðari leikinn)."

„Það minnsta sem ég get vonað er að þetta gerist ekki aftur."

Athugasemdir
banner
banner