Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 03. júlí 2015 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bestu leikmenn HM tilnefndir
Megan Rapinoe er búin að vera frábær á mótinu.
Megan Rapinoe er búin að vera frábær á mótinu.
Mynd: Getty Images
FIFa er búið að tilkynna tilnefningar fyrir bestu leikmenn kvennaboltans eftir vel heppnað Heimsmeistaramót í Kanada.

Leikirnir um gull- og bronsverðlaun eru eftir en þrátt fyrir það er búið að kynna lista yfir bestu leikmenn, markmenn og unga leikmenn mótsins.

Gullknötturinn fer til besta leikmanns mótsins, gullhanskinn fer til besta markvarðarins og þá er einnig veitt verðlaun fyrir besta unga leikmann mótsins, sem þarf að vera 20 ára eða yngri.

Gullknötturinn:
Saori Ariyoshi (Japan)
Lucy Bronze (England)
Amandine Henry (Frakkland)
Julie Johnston (Bandaríkin)
Carli Lloyd (Bandaríkin)
Aya Miyama (Japan)
Megan Rapinoe (Bandaríkin)
Celia Sasic (Þýskaland)

Gullhanskinn:
Nadine Angerer (Þýskaland)
Ayumi Kaihori (Japan)
Hope Solo (Bandaríkin)

Hyundai besti ungi leikmaður ársins:
Kadeisha Buchanan (Kanada)
Ada Hegerberg (Noregur)
Jiali Tang (Kína)
Athugasemdir
banner
banner