Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júlí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dempsey missir fyrirliðabandið til Bradley
Mynd: Getty Images
Clint Dempsey hefur verið fyrirliði bandaríska landsliðsins síðustu tvö ár en er búinn að missa fyrirliðabandið eftir að hafa misst sig í leik með Seattle Sounders gegn Portland Timbers í bandarísku bikarkeppninni um miðjan júní.

Dempsey fékk þriggja leikja bann frá MLS deildinni og er í leikbanni frá bikarnum næstu tvö árin hið minnsta. Dempsey verður því ekki fyrirliði landsliðsnis í Gullbikarnum, sem er álfukeppni Norður-Ameríku og er fyrsti leikur Bandaríkjanna næsta þriðjudag, gegn Hondúras.

Klinsmann segir ákvörðunina hafa verið einfalda þar sem Dempsey þarf að vinna í sínum málum og jafna sig eftir erfiða byrjun á sumrinu.

„Það er mikilvægt að Clint verði upp á sitt besta fyrir okkur," sagði Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, um málið.

„Clint er stórkostlegur leikmaður og hefur sannað það ár eftir ár. Við þurfum hann, við þurfum að hafa hann í góðu skapi og hann verður að vera spenntur fyrir næstu vikum því við þurfum á mörkum hans að halda."

Miðjumaðurinn Michael Bradley tekur við fyrirliðabandinu. Bradley leikur með Toronto FC en á góðan feril í Evrópu að baki þar sem hann lék meðal annars fyrir Heerenveen, Borussia M'Gladbach og AS Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner