Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. júlí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Yahoo 
Dómarar á HM kvenna gagnrýndir
Mynd: Getty Images
Kvenkyns dómarar dæma alla leiki HM kvenna og hafa verið mikið í umræðunni kringum mótið vegna lélegrar dómgæslu.

Gæðin í kvennaboltanum fara ört vaxandi eins og sást á þessu Heimsmeistaramóti en gæði dómara virðast ekki vera að þróast jafn hratt og gæði leikmanna.

Bandaríkin mætir Japan í úrslitaleik HM en bæði lið komust í úrslitin þökk sé undarlegum ákvörðunum dómara.

Bandaríkin unnu Þýskaland, sem hefur lengi verið talið besta landslið í heimi í kvennaboltanum, með tveimur mörkum gegn engu með hjálp frá tveimur dómaramistökum.

Fyrsta mark Bandaríkjanna skoraði fyrirliðinn Carli Lloyd úr vítaspyrnu. Í endursýningum sást að brotið gerðist augljóslega fyrir utan vítateig Þjóðverja og átti því aldrei að vera vítaspyrna til að byrja með.

Nokkrum mínútum fyrir opnunarmarkið hefði varnarmaður Bandaríkjanna átt að vera rekinn af velli. Julie Johnston var aftasti varnarmaður og fékk aðeins gult spjald þegar hún fékk dæmda aukaspyrnu á sig fyrir að rífa Alexandra Popp niður eftir að sú þýska hafði sloppið í gegn.

Þá voru einnig tvö stór mistök gerð í undanúrslitaleik Englendinga og Japana þar sem bæði lið fengu mjög umdeildar vítaspyrnur.

Massimo Busacca, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, viðurkennir að gæðin hafi ekki verið nægilega góð hingað til en heitir því að úrslitaleikurinn verður vel dæmdur.
Athugasemdir
banner
banner
banner