fim 09. júlí 2015 12:00
Fótbolti.net
Draumaliðsdeildin: Er kominn tími á að nota Wildcard?
Kristinn Jónsson er sem fyrr búinn að gefa flest stig í sumar.
Kristinn Jónsson er sem fyrr búinn að gefa flest stig í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net
Búið er að opna markaðinn í Draumaliðsdeild Brammer og Fótbolta.net á nýjan leik fyrir 11. umferð sem hefst annað kvöld.

Einu sinni á sumri er hægt að nota "wildcard" og margir vilja eflaust skoða breytingar á liði sínu nú þegar mótið er tæplega hálfnað.

Wildcard gerir þér kleift að gera ótakmarkaðar ókeypis skiptingar í einni umferð. Þú færð eitt Wildcard yfir tímabilið. Þegar þú leikur þínu Wildcard þá strokast út mínusstigin sem þú hefðir fengið fyrir svo margar skiptingar.

Er kominn tími á að nota Wildcardið núna?

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Leikurinn í stuttu máli
Þú færð 100 milljónir króna til að kaupa 15 leikmenn úr Pepsi-deildinni. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum en mörg atriði eru tekin inn í reikninginn í stigagjöfinni.

Á síðunni er einnig boðið upp á sérstakar einkadeildir þar sem hægt er að keppa við vini og félaga og bera saman árangurinn.

Taktu þátt og sýndu snilli þína í að velja lið, þátttaka er að sjálfsögðu ókeypis!

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Draumaliðsdeild Brammer er opinber samstarfsaðili Íslensks Toppfótbolta og er starfræktur með leyfi hans.

Brammer, styrktaraðili leiksins í ár, er helsti dreifingaraðili Evrópu innan viðhalds-, viðgerða- og varahluta, og tengdrar þjónustu. Fyrirtækið býður afar breitt vöruúrval, þar á meðal: Legur, drifbúnað, loft- og vökvakerfi, verkfæri og öryggis- og heilsuvörur.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner