Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 03. júlí 2015 10:28
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári búinn að semja í Kína
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen hefur samið við Shijiazhuang Ever Bright samkvæmt fréttum frá Kína.

Reuters hefur þetta eftir fréttamiðlum í Kína en Ever Bright á þó ennþá eftir að staðfesta að samningur sé í höfn.

Eiður var án félags eftir að samningur hans við Bolton Wanderers rann út á dögunum.

Ever Bright er að spila sitt fyrsta tímabil í kínversku úrvalsdeildinni en liðið er í áttunda sæti í aungablikinu.

Eiður verður þriðji Íslendingurinn í kínversku deildinni en varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen og sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson spila báðir með Jiangsu Sainty.
Athugasemdir
banner
banner
banner