Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júlí 2015 17:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: SkySports 
Gary Neville: Man Utd á betri stað en á sama tíma í fyrra
Sparkspekingarnir Gary Neville og Jamie Carragher í leik Liverpool og Man Utd forðum daga
Sparkspekingarnir Gary Neville og Jamie Carragher í leik Liverpool og Man Utd forðum daga
Mynd: Getty Images
Manchester United er í miklu betri málum í dag en þeir voru til að byrja tímabilið í fyrra að mati Gary Neville, sparkspekings hjá Sky og fyrrum fyrirliða Manchester United.

Á seinasta tímabili byrjuðu Man Utd illa og unnu aðeins einn af fyrstu fimm leikjunum á meðan að leikmennirnir þurftu tíma til að aðlagast aðferðum stjórans Louis van Gaal, en þeir hafa engar svoleiðis afsakanir í dag að mati Neville.

„Louis van Gaal hefur verið í eitt ár hjá klúbbnum núna og hefur aðlagað sig, leikmenn þekkja hann mun meira. Ég geri ráð fyrir að það sé áhætta ef þeir koma með fimm eða sex nýja leikmenn varðandi hvernig þeir aðlagast en við verðum að sjá það."

„ Leikmennirnir sem eru þarna munu aðlagast auðveldar á þessu tímabili þar se mað þeir hafa átt eitt ár með van Gaal og van Gaal hefur átt eitt ár með leikmönnum og það ætti að vera þægilegri staða"

Athugasemdir
banner
banner