Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. júlí 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Stjarnan fær Þór/KA í heimsókn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fimm leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem gífurleg spenna er fyrir Borgunarbikarleiki dagsins.

ÍBV mætir Selfyssingum í spennandi suðurlandsslag og Íslandsmeistarar Stjörnunnar taka á móti Þór/KA í Garðabænum.

Það verður einn leikur sýndur beint á SportTV.is í dag og er það viðureign Þórs og Grindavíkur í 1. deildinni. Þór getur komið sér í þriðja sæti með sigri á meðan Grindavík getur komist í efri hluta deildarinnar.

Topplið HK/Víkings á útileik gegn ÍR/BÍ/Bolungarvík, sem er í næstneðsta sæti A-riðils í 1. deild kvenna.

Skallagrímur og Mídas eigast þá við í B-riðli 4. deildar karla. Skallagrímur þarf sigur til að halda í við toppliðin á meðan Mídas getur jafnað Skallagrím á stigum í þriðja sæti með sigri.

Borgunarbikar kvenna:
17:30 ÍBV - Selfoss (Hásteinsvöllur)
18:00 Stjarnan - Þór/KA (Samsung völlurinn)

1. deild karla:
19:15 Þór - Grindavík (Þórsvöllur - SportTV.is)

1. deild kvenna A-riðill:
20:00 ÍR/BÍ/Bolungarvík - HK/Víkingur (Hertz völlurinn)

4. deild B-riðill:
19:00 Skallagrímur - Mídas (Skallagrímsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner