Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júlí 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Javier Hernandez frá keppni í mánuð
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez, framherji Manchester United, verður frá keppni í mánuð eftir að hafa kinnbeinsbrotnað.

Chicharito meiddist í vináttuleik Mexíkó og Hondúras í vikunni.

Nú er ljóst að hann verður frá keppni í mánuð og missir því af leikjum Mexíkó í Gullbikarnum.

Hernandez, sem var í láni hjá Real Madrid á síðasta tímabili, mun snúa aftur í lok undirbúningstímabilsins.

Hinn 27 ára gamli Hernandez hefur verið orðaður við brottför frá Manchester United að undanförnu en Juventus og Inter hafa sýnt honum áhuga.
Athugasemdir
banner
banner