Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 03. júlí 2015 11:41
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn Sigþórs: Besti kosturinn fyrir mig
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er heiður að vera hér," sagði Kolbeinn Sigþórsson þegar hann var kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður Nantes í dag.

Nantes hefur keypt Kolbein frá Ajax en félagið stefnir hærra í frönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa endað í 14. sæti á síðasta tímabili.

„Ég hreifst af aðstöðunni hér og því sem félagið er að gera. Allir stefna á að byggja upp gott lið og berjast um toppsætin í deildinni á næsta ári. Ég hlakka til að vera hluti af því," sagði Kolbeinn sem þekkir aðeins til franska boltans.

„Ég fylgdist með nokkrum leikjum í sjónvarpinu þegar ég bjó í Hollandi. Þetta er erfið deild. Hún er mjög taktísk og líkamlega erfið. Ég þekki leikstílinn í Frakklandi aðeins og ég hlakka til að byrja að spila."

Kolbeinn vildi fara frá Ajax í sumar og fleiri félög höfðu sýnt honum áhuga.

„Ég var líka með aðra möguleika en þetta var besti kosturinn fyrir mig," sagði Kolbeinn.

Hér að neðan má sjá þegar Kolbeinn var kynntur til sögunnar á fréttamannafundi.


Kolbeinn Sigthorsson présenté aux médias by FCNantesTV
Athugasemdir
banner
banner
banner