Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 03. ágúst 2015 20:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Móðir Jordy Clasie yfirgaf hann þegar hann var tíu ára
Jordy Clasie.
Jordy Clasie.
Mynd: Getty Images
Jordy Clasie, nýr leikmaður Southampton hefur greint frá því að móðir hans yfirgaf hann er hann var tíu ára gamall.

Clasie er að gera sig tilbúinn fyrir sína fyrstu leiktíð í Englandi eftir að hafa komið frá Feyenoord á 10.5 milljónir punda í síðasta mánuði en þar hittir hann fyrrum stjórann sinn, Ronald Koeman.

Hann segist hafa upplifað mikla sorg er móðir hans yfirgaf hann, bróðir hans og pabba hans.

Clasie hrósar hins vegar pabba sínum og segir að fyrsta húðflúr sitt sé tileinkað honum.

„Hún yfirgaf okkur, ég var bara tíu ára. Það er í hjarta mínu og ég get ekki gleymt því," sagði Clasie í viðtalið við The Sun.

„Eftir það sá pabbi okkar um okkur. Hann var með vinnu en einnig þurfti hann að ala upp tvo syni. Það voru bara strákar en það var fínt. Hann var pabbi og mamma mín á sama tíma," sagði Hollendingurinn.

„Fyrsta húðflúrið mitt var einfaldlega „Papa" hann stóð sig eins og hetja."

Athugasemdir
banner
banner
banner