Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2015 15:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Rickie Lambert vill komast aftur í landsliðið
Rickie Lambert
Rickie Lambert
Mynd: Getty Images
Rickie Lambert, nýji framherji WBA vonast til að komast aftur í enska landsliðið með góðri frammistöðu hjá liðinu.

Hinn 33 ára gamli Lambert kom frá Liverpool á föstudag og skrifaði undir tveggja ára samning við liðið en hann er þriðji leikmaðurinn sem WBA fær en áður höfðu þeir fengið James Chester og James McClean.

Lambert spilaði sinn fyrsta leik með nýja liðnu á föstudag þar sem hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Bristol Rovers í æfingaleik.

„Það eru bara tvö ár síðan ég skoraði gegn Skotum í mínum fyrsta landsleik. Ég skoraði 15 mörk og síðan 13 mörk fyrir Southampton og nú verð ég að gera það aftur."

„Ég ber miklar tilfinningar til Liverpool og ég ætla ekki að fara í tímann minn þar eins og er," sagði Lambert.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner