Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 03. ágúst 2015 16:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Sunderland reynir að fá Fer og M'Vila
Leroy Fer
Leroy Fer
Mynd: Getty Images
Sunderland hefur áhuga á að fá Leroy Fer frá QPR og Yann M'Vila til liðsins.

Liðið hefur ekki boðið í Fer ennþá en þeir hafa verið í sambandi við QPR vegna leikmannsins en West Ham gæti einnig blandað sér í baráttuna.

Mögulegt er að Hollendingurinn komi á lánssamning en hann spilaði 32 leiki fyrir QPR á síðustu leiktíð eftir að hafa komið frá Norwich á 8 milljónir punda árið áður.

Talið er að Dick Advocaat, þjálfari Sunderland hafi einnig áhuga á M'Vila sem spilar með Rubin Kazan í Rússlandi.

Franski landsliðmaðurinn kom mörgum á óvart er hann fór til Rubin frá Rennes fyrir tveimur og hálfu ári síðan en hann var orðaður við mörg stór evrópsk lið.

M'Vila var á láni hjá Inter Milan á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner